Hvernig hljómar þín heilsa?
Sound Health - lífsstílslækningar
Hvers vegna Sound?
Orðið ,,sound" merkir hljóð en einnig hreysti, rökrétt og traust.
Heildarmyndin eins og hljómsveit
Skoðum heildarmyndina, einkenni héðan og þaðan og setjum í samhengi. Ef hvert líffærakerfi væri hljóðfæri, viljum við ekki eingöngu skoða/hlusta á eitt hljóðfæri heldur skilja og hlusta á hljóm hljómsveitarinnar. Þannig komumst við oftar nær rót vandans og finnum heilsufæri.
Traust
Læknaþjónusta sem snýst um að bæta lífsgæði og færni með áherslu á lífsstíl
Þekking
Mikil reynsla og sérþekking á lífsstílstengdum sjúkdómum
N = 1
Einstaklingsmiðuð nálgun, stöðumat og fræðsla
Viðtöl
Ítarleg viðtöl bjóða upp á betri yfirsýn og heildarmynd
Þekking og traust
Við köllum okkur lífsstílslækna - það er ekki viðurkennd sérgrein á Íslandi en ætti líklega að vera það. Það sem einkennir okkur er áratuga reynsla af læknisstörfum og heildræn þekking og nálgun. Við gefum okkur góðan tíma til að kynnast þér og þínum væntingum. Við viljum nýta þá möguleika betur sem eru að finna í lífsstílsbreytingum og bjóðum því upp á nýja tegund af læknisþjónustu, sérsniðna að þínum þörfum og markmiðum.