top of page
Copy of Logo Sound Health.png

Hvernig hljómar þín heilsa?

Sound Health - lífsstílslækningar

Við hjálpum þér að skilja hvað liggur að baki einkennum þínum og styðjum þig til að byggja upp jafnvægi og orku sem endist.
 

Sound Health hentar þér ef þú vilt:

🔹 fyrirbyggja heilsubrest og viðhalda góðri heilsu

🔹 snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum eins og háþrýstingi, efnaskiptavillu         eða sykursýki 2

🔹 minnka þörf á lyfjum með raunhæfum breytingum

🔹 bæta orku, meltingu, svefn og andlega líðan

🔹 skilja betur ýmsar mælingar – og hvernig þú getur haft áhrif á þau
 

✨ Byrjaðu á stöðumatinu þínu í dag og finndu út hvar þú stendur.

Af hverju Sound Health?


„Sound“ merkir bæði hljóð og heilbrigði eða traust.  Við líkjum oft líkamanum við hljómsveit - þegar eitt kerfi fer úr takt, finnur þú það á orkustigi, svefni, meltingu eða skapi.

 

Við erum læknar sem sameinum læknisfræði og lífsstílsnálgun til að finna rót vandans og hjálpa þér að endurheimta jafnvægi.
Þjónustan nær til einstaklinga og hópa – og býður upp á ítarlegt stöðumat, ráðgjöf, námskeið og netkúrsa sem miða að varanlegri heilsu og vellíðan.

Traust

Læknaþjónusta sem snýst um að bæta lífsgæði og færni með áherslu á lífsstíl

Þekking

Mikil reynsla og sérþekking á lífsstílstengdum sjúkdómum

N = 1

Einstaklingsmiðuð nálgun, stöðumat og fræðsla

Viðtöl

Ítarleg viðtöl bjóða upp á betri yfirsýn og heildarmynd

Þekking og traust
Við köllum okkur lífsstílslækna – það er ekki viðurkennd sérgrein á Íslandi, en ætti líklega að vera það.
Reynslan okkar spannar áratug í læknisstörfum og heildrænni nálgun á heilsu. Okkur finnst mikilvægt að gefa tíma til að kynnast hverjum einstaklingi og hans markmiðum, því raunveruleg heilsa byggir á samvinnu og skilningi.


Markmiðið er að nýta þá möguleika sem felast í lífsstílsbreytingum og bjóða upp á nýja tegund læknisþjónustu – sérsniðna að þér og þínum þörfum.

Viðtal við lífsstílslæknana á Stöð 2 

Hvernig hljómar mín heilsa?

Copy of Logo Sound Health (2).jpg

Efnileg efnaskipti

Efnaskiptaheilsa = orka til að gera það sem þú vilt


Efnaskiptaheilsa kann að hljóma nýstárlega, en hún snýst í raun um grunninn að orku, jafnvægi og langvarandi vellíðan.
Við förum yfir þín eigin mæligildi, útskýrum hvað þau þýða og hjálpum þér að taka næstu skref í átt að bættri heilsu.

Hjá okkur ríkir traust, tími til að hlusta og mikil ástríða.

Við vinnum út frá hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) – vísindalegri og gagnreyndri nálgun sem miðar að því að fyrirbyggja, bæta og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum.

Valdefling & fræðsla

Við trúum því að raunveruleg heilsa byggist á skilningi og samvinnu.


Markmið okkar er að hjálpa þér að skilja líkama þinn, taka upplýstar ákvarðanir og verða virkur þátttakandi í eigin heilsuvegferð.


Við bjóðum ekki upp á skyndilausnir – heldur leið til að byggja upp heilsu sem endist.

Copy of Logo Sound Health (1)_edited.jpg
bottom of page